VALMYND ×

Skólasetning Grunnskóla Önundarfjarðar

Skólasetning Grunnskóla Önundarfjarðar haustið 2020 fer fram í sal skólans mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Að lokinni örstuttri setningarathöfn fara nemendur og foreldrar á fund með umsjónarkennara. Einnig verður boðið upp á einstaklingsviðtöl fyrir þá sem þess óska. 

Við förum full tilhlökkunar inn í nýtt skólaár.