VALMYND ×

Starfsmannafundur á leikskólanum Grænagarði 16. mars 2020

Á morgun verður starfsmannafundur í leikskólanum og opnar hann fyrir nemendur kl. 10:00. Eins og flestum er eflaust kunnugt hefst samkomubann vegna COVID 19 veirunnar nú á miðnætti og mun standa yfir næstu fjórar vikurnar. Fundinn munum við nýta til að fara yfir þau fyrirmæli sem borist hafa og verkfferla svo við náum að leggja okkar af  mörkum til að sem bestur árangur náist við að  hægja á framgangi veirunnar. Þessir verkferlar nýtast okkur einnig í baráttu við aðra smitsjúkdóma sem hafa verið í gangi undanfarið. 

Við minnum ykkur á að halda börnum heima ef þau eru með einhver einkenni flensu eða kvefs og einnig að athuga ef um útbrot er að ræða að þá gæti þar verið  hlaupabóla eða gin og klaufaveiki á ferðinni.