VALMYND ×

Þema mánaðarins

Í fámennnum skólum eru möguleikarnir miklir og gaman að prófa sig áfram með nýjar aðferðir. Í vetur höfum við tekið upp þemavinnu sem er föst í stundatöflu allra nemenda á fimmtudögum á milli kl. 8:15 og 10:30.  Í þemavinnunni bindum við okkur ekki eins mikið í námsbókunum heldur eru nemendur að læra sjálfstæð vinnu brögð, að spyrja sig gagnrýninna spurninga og vinna með mismunandi heimildir. 

Fyrsta þemað á þessu skólaári er flóttafólk og eru krakkarnir eru mjög áhugasamir en þetta reynir líka á eins og með allt það sem er nýtt. Það verður spennandi að sjá afraksturinn í byrjun nóvember þegar þessu þema lýkur og nýtt tekur við.