VALMYND ×

Þorrablót nemenda

Nú er tími Þorrablótanna og héldu nemendur og starfsmenn sitt Þorrablót á bóndadaginn. 

Hver námshópur sá um sín skemmtiatriði sem voru vel undirbúin. Unglingarnir og miðstigið gerðu góðlátlegt grín, eins og tíðkast í annálum, bæði að höfundum sjálfum og starfsmönnum og settu fram í myndböndum. Yngsta stigið sýndi ýmis skemmtiatriði á staðnum og síðan var brugðið á leik þar sem nemendur og starfsmenn voru þátttakendur. Að lokum var borðhald þar sem snæddur var þorramatur og nemendavísur sungnar. Þessi dagur og undanfari hans reyndi á hin ýmsu hæfniviðmið nemenda.