VALMYND ×

Til upplýsinga

Heil og sæl
Við höldum áfram ótrauð inn í næstu viku sem eru fjórir dagar bæði á leik og grunnskóla þar sem starfsdagur er á leikskólanum á föstudaginn og vetrarfrí í grunnskóla á föstudag og mánudag.
 
 
Mig langar að koma hér með upplýsingar um muninnn á úrvinnslusóttkví og sóttkví en það sem af er skólaárinu hefur enginn frá leik eða grunnskóla farið i sóttkví en nokkrir í úrvinnslusóttkví.
-Úrvinnslusóttkví er það kallað þegar einstaklingur með einkenni fer í sýnatöku og bíður eftir niðurstöðum eða fjölskyldumeðlimur með einkenni fer í sýnatöku þá eru allir á heimilinu í úrvinnslusóttkví.
-Sóttkví er þegar einstaklingar hafa umgengist smitaðan einstakling eða verið í sama rými og smitaður einstaklingur. Þá fara viðkomandi í sóttkví í viku og svo sýnatöku. Reynist sýnið neikvætt þá eiga viðkomandi að fara varlega í eina viku í viðbót og eru þá í smitgát. Ef aðstæður leyfa getur nemandi í smitgát mætt í skólann en þarf að gæta 2 metra reglu og hafa sér salernisaðstöðu svo það getur verið erfitt að koma því við.
Þeir sem eru með kvef eða flensueinkenni eru beðnir um að vera heima og flestum finnst betra að fara í sýnatöku til að vera alveg vissir. Það er mjög mikilvægt að upplýsingar berist skólanum ef um sóttkví er að ræða.
Við höfum upplýst ykkur þegar starfsmenn hafa farið í úrvinnslusóttkví. Flesta daga er einhver nemandi annars skólans eða beggja í burtu vegna kvefs eða flensueinkenna. Ef um staðfest smit er að ræða fer ferli í gang og allar nauðsynlegar upplýsingar berast ykkur.
 
 
Við verðum áfram á varðbergi og sinnum sóttvörnum í hvívetna. 
 
Bestu kveðjur
Sunna