VALMYND ×

Við erum heppin að hafa Skautasvellið á Flateyri við skólann

Hér má sjá innslag úr Landanum um Skautasvellið á Flateyri sem við erum svo heppin að hafa við skólann. Svellið hefur nýst okkur á ýmsa vegu við okkar fjölbreytta og skapandi skólastarf. Það er alltaf mikil gleði sem fylgir því að fara á skauta auk þess sem þar reynir á úthald, þrautseigju, kjark og þor svo eitthvað sé nefnt.