VALMYND ×

Viðburður á morgun

Heil og sæl

Við vorum svo heppin að fá til okkar tónlistarkennarann Heiðu sem hefur verið að kenna krökkunum ýmislegt um tónlist og er útkoman flott hljómsveit. Á morgun fimmtudaginn 13. október munum við halda lokaviðburðinn okkar í þessu tónlistarþema og langar að bjóða þeim sem hafa tök á að kíkja á okkur í heimsókn klukkan 10:30, viðburðurinn tekur aðeins 15 mínútur. Við skiljum að það komast ekki allir foreldrar, eða aðrir nánir og munum fara vel yfir það með nemendum en einnig munum við taka viðburðinn upp svo fjölskyldan geti horft heima. 

Velkomin í tónlistarstofuna okkar kl 10:30. 

Bestu kveðjur

Sunna