VALMYND ×

Viðtöl í grunnskóla á þriðjudag og miðvikudag

Viðtöl nemenda Grunnskóla Önundarfjarðaar og foreldra við umsjónarkennara fara fram eftir hádegi á þriðjudaginn og miðvikudaginn 29.-30. janúar. Á mentor er hægt að velja sér viðtalstíma eða hafa samband við umsjónarkennara ef þeir tímar sem þar er boðið upp á henta ekki. Einnig vil ég minna nemendur á að opna mentor.is og gera sjálfsmat.