VALMYND ×

Nordplus-Junior verkefni skólaárið 2023-2025

1 af 2

Grunnskólarnir á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri taka þessa stundina þátt í Nordplus-Junior samvinnuverkefni með þrem öðrum skólum frá Eistlandi https://gaiakool.ee/, Lettlandi https://nauksenupamatskola.lv/ og Litháen https://ziburys.visaginas.lm.lt/

Verkefnið heitir Green connection – green growth, climate change and sustainable development

Grænn hagvöxtur, loftslagsbreytingar og sjálfbær þróun

 

Markmiðið með verkefninu er að miðla reynslu í kennslu um sjálfbæran og umhverfisvænan lífsstíl með því að rannsaka hefðbundinn lífstíl og hvernig umhverfisvænn lífsstíll getur orðið hluti af daglegu lífi nútímasamfélagsins. Verkefnið leggur áherslu á að efla norrænt og baltneskt samstarf á sviði menntunar, auka hreyfanleika kennara og skapa tækifæri til virkrar þátttöku í svæðisbundnu samstarfi. Þetta stuðlar að gagnkvæmum menningarskilningi og samræmist þema Nordplus: "Aukið menntasamstarf til félagslega sjálfbærrar framtíðar." Verkefnið stendur yfir í tvö ár og mun innihalda fjögur skipti þar sem kennararnir skiptast á að hittast í þeim löndum sem taka þátt.

Í þessari viku var komið að Íslandi og fengum við í Grunnskóla Önundarfjarðar góða gesti í heimsókn til okkar. Þeir skoðuðu skólann, bæði aðstæður til náms og kennslu innan og utan dyra. Síðan var farið í göngutúr þar sem gestirnir fræddust um ýmislegt tengt Flateyri. Nemendurnir tóku vel á móti kennurunum og sögðu þeim frá því fjölbreytta starfi sem á sér stað í skólanum.  Grunnskóli Önundarfjarðar (Jóna Lára) hefur verið þáttakandi í Nordplus-Junior verkefni með öðrum skólum/kennurum frá þessum löndum og var þetta þriðji hittingurinn í þessu verkefni. Lokahittingurinn verður svo í Litháen í byrjun júní 2025.