VALMYND ×

Skólavinir

Hérna í skólanum höfum við sett á fót verkefni sem við köllum Skólavinir. Fyrirmynd þessa verkefnis er frá verkefni sem heitir Vinaliðar en þau hafa bæði það að markmiði að stuðla að jákvæðri afþreyingu í frímínútum. 

Það eru nemendur á mið- og unglingastigi sem taka þátt í þessu verkefni og skiptast á að vera skólavinir úti í frímínútum. Með þátttöku í skólavinaverkefninu fá nemendur tækifæri til að taka virkan þátt í að skapa jákvæða og uppbyggilega skólaumgjörð, auka hreyfingu og vellíðan meðal allra nemenda.

Hlutverk skólavina felur m.a. í sér að:

  • Skipuleggja og aðstoða við leiki í frímínútum.
  • Sýna sérstaklega athygli þeim nemendum sem eru einir og stuðla að því að enginn upplifi sig útundan.
  • Láta vita ef þeir sjá einelti eða útilokun á skólalóðinni.

Þeir fá stuðning og leiðsögn frá skólastjóra vegna verkefnisins.

Með þátttöku í þessu verkefni fá nemendur tækifæri til að efla leiðtogahæfileika sína, bæta samskiptahæfni og hjálpa til við að stuðla að jákvæðu skólasamfélagi.