112 dagurinn 2020
Árlega er 112 dagurinn haldinn 11. febrúar (11.2). Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
Í tilefni af deginum fengu nemendur leikskólans Grænagarðs og Grunnskóla Önundarfjarðar heimsókn frá björgunarsveit og slökkviliði úr heimabyggð. Glænýr slökkvibíll var til sýnis ásamt öðrum farartækjum.
Við þökkum þessu frábæra fólki fyrir að gefa okkur af tíma sínum og vera alltaf til taks þegar á reynir.