VALMYND ×

Aðventufréttir úr Grunnskóla Önundarfjarðar

Kiddi Valdi var fenignn með keðjusög til að hjálpa okkur að fella tréð
Kiddi Valdi var fenignn með keðjusög til að hjálpa okkur að fella tréð
1 af 10

Eftir að hafa komist á bragðið með að nota QR kóða koma endalausar nýjar hugmyndir með notkun þeirra. Nú á aðventunni opna nemendur QR kóða á hverjum morgni sem geymir upplýsingar úr samverudagatali okkar. Samveran er eitthvað skemmtilegt sem tekur eina til tvær kennslustundir og má nefna að fyrsta daginn fórum við út í skóg og sóttum okkur jólatré sem sett var við innganginn. Annan daginn gerðum við skraut á jólatréð og átti það að vera búið til úr efniviði úr náttúrunni ásamt allskonar efniviði sem safnast hefur í gegnum árin. Við erum nefnilega líka að vinna með heimsmarkmiðið  sjálfbærni og höfum kallað verkefnið ,,sjálfbær jól". Nú á þriðja samverudegi fórum við á skauta ásamt elstu nemendum leikskólans og hituðum kakó og bökuðum vöfflur á eldstæðinu.