VALMYND ×

Æfingar á Rauðhettu í fullum gangi

Nú standa æfingar sem hæst fyrir árshátíðina okkar. Allir nemendur skólans koma að henni með einum eða öðrum hætti og  ætlum við að frumsýna leikritið Rauðhettu 1. mars nk í Félagsheimilinu á Flateyri kl. 17.00.

Við vorum svo heppin að Dagný var veðurteppt á Flateyri í morgun og Eva danskennari komst fljúgandi frá Ísafirði (og ekki í burtu aftur) svo megnið af deginum fór því í æfingar. 

Leikstjórinn í ár er hún Katrín María sem hefur jafnframt verið að kenna krökkunum að búa til alls konar.