VALMYND ×

Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar-

 
 
Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar verður haldin fimmtudaginn 25. mars 2021. Til að geta raðað niður í sæti og gætt fjarlægðar vil ég biðja foreldra og forráðamenn að senda mér nöfn þeirra aðstandenda sem koma  á netfangið kristbjorgre@isafjordur.is sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 á morgun, miðvikudag. 
 
Árshátíðin verður haldin í Samkomuhúsinu og hefstr sýningin klukkan 18:00. Sæti verða merkt og verða gestir að sitja í því sæti sem þeim er úthlutað. Foreldrafélagið mun útbúa lítinn nestispoka sem afhentur er með aðgöngumiða þar sem ekki er hægt að hafa hið glæsilega hlaðborð að þessu sinni. 
 
Að lokinni sýningu fá leikararnir súpu og síðan verður haldið Sílaball fyrir alla Flateyringa á grunnskólaaldri. Nemendur 1.- 6. bekkjar fara heim klukkan 21:00 en unglingarnir skemmta sér áfram til kl 22:30. 
 
 
Aðgangseyri er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir börn á grunn- og leikskólaaldri. 
 
Leikskólabörnum er boðið á generalprufu sem fer fram eftir hádegi á fimmtudaginn. 
 
 
Allir gestir þurfa að nota andlitsgrímur.
 
Við erum ólýsanlega glöð yfir því að geta haldið árshátíð þetta árið og hlökkum til að sjá ykkur :) 
 
Bestu kveðjur
Sunna