VALMYND ×

Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar 2023 og Sílaball

Æft á sviði
Æft á sviði
1 af 3

 Árshátíðin okkar verður haldin í húsnæði grunnskólans miðvikudaginn 29. mars kl 17:00. Þemað er lífríki jarðar og hafa nemendur og starfsmenn útbúið skemmtilega leikþætti í anda þess sem verða sýndir á tjaldi og á sviði. 

Foreldrafélagið selur veglegar veitingar á sanngjörnu verði svo enginn þarf að elda kvöldmat heima, 1.500 krónur fyrir fullorðna. Börn á leik og grunnskólaaldri fá frítt. 

Þegar skemmtiatriðum lýkur höldum við gleðinni áfram til kl 19:30 með dansi, söng og leik en það er hin ævaforna hefð hér að halda Sílaball fyrir yngri kynslóðina. 

Við hlökkum til að sjá foreldra, afa og ömmur og aðra ættingja auk annarra velunnara skólans á Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar 2023.