VALMYND ×

Árshátíð framundan

Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar

,,6 er oddatala”

Verður haldin í sal grunnskólans fimmtudaginn 7. apríl kl 19:00

Í hléi verður boðið upp á hið margrómaða hlaðborð Forledrafélags Önundarfjarðar.

Verð á veitingum 1500 kr fyrir fullorðna (þá sem komnir eru af grunnskólaaldri) og 500 kr fyrir börn 6 -16 ára. (Frítt fyrir nemendur Leikskólans Grænagarðs og Grunnskóla Önundarfjarðar).

Dagskrá:

Elstu nemendur Leikskólans Grænagarðs syngja fyrir gesti í upphafi samkomu.

Nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar sýna fjölbreytt atriði sem varpa ljósi á það skapandi starf sem fram fer í skólanum. Söngur, leiklist, textagerð, framsögn, kvikmyndagerð og hönnun svo eitthvað sé nefnt.

Eftir sýninguna verður hið árlega Sílaball haldið frá kl. 20:00- 22:00. Nemendur yngra stigsins fara heim kl. 21:00 en miðstigið (Hið unga, unglingastig) fær að halda áfram til kl. 22:00. Miðstigsnemendur frá Suðureyri og Þingeyri koma og skemmta sér með okkur auk þess sem Flateyrirngar á grunnskólaaldri heiðra okkur vonandi líka með þátttöku.

Allir velunnarar skólans hjartanlega velkomnir.

(Og svo er tilvalið að halda áfram eftir árshátíð G.Ö og fara á paellukvöld Lýðskólans á Vagninum).