Árshátíðarundirbúningur
Þessa vikuna stendur yfir undirbúningur fyrir Árshátíð Grunnskóla Önundarfjarðar. Nemndur ætla að sýna atriði á sviði og á skjá og einnig að fá gesti til þátttöku í atriðum. Það er að mörgu að hyggja og ganga æfingar og annar undirbúningur vel og erum við spennt fyrir að taka á móti gestum miðvikudaginn 20. mars klukkan 18:30. Að vanda verður foreldrafélagið með fjáröflun og selur sínar margrómuðu veitingar.
Við hlökkum til að sjá húsið fyllast af gestum :)