VALMYND ×

Breytingar á skólahaldi í áttina að því sem við erum vön

Mánudaginn 27. apríl verða þær breytingar hér á Flateyri að við megum opna leik og grunnskóla að nýju en þó með þeim takmörkunum sem voru fyrir páskafrí. Starfið verður með mjög svipuðu sniði og þá var. 

Mánudaginn 4. maí verða svo gerðar meiri tilskakanir á samkomubanninu og mun þá skólahaldið verða með nokkuð eðlilegum hætti. Við höldum áfram að gæta fyllsta hreinlætis og sóttvarna en megum öll vinna saman eins og áður var. Heimsóknir utanaðkomandi verða ekki heimilar að svo stöddu.

Hér er hlekkur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um skóla-, frístunda- og íþróttastarf barna og ungmenna eftir 4. maí.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Skola-fristunda-og-ithrottastarf-barna-og-ungmenna-eftir-4.-mai-/

Og hér er annar hlekkur með auglýsing heilbrigðisráðuneytisins vegna tilslakana á samkomubanni.

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=ab3485b5-a616-48bd-8db2-476a28fb45ce

 

Hér er svo linkur sem áhugavert getur verið að skoða, með spurningum sem brunnið hafa á fólki og svörum við þeim,  hægt er að velja milli tungumála, ískensku, ensku og pólsku: 

https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/

 

Bestu kveðjur og gleðilegt sumar

Sunna