VALMYND ×

Dagur leikskólans 6. febrúar- opið hús

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans og af því tilefni er opið hús fyrir foreldra og aðra aðstandendur í leikskólanum Grænagarðir frá kl 14:00- 16:00. Klukkan 14:30 munu börnin stíga á stokk og syngja nokkur lög. Á öðrum tíma gefst fólki tækifæri til að fylgjast með daglegu starfi leikskólans. Í kaffitímanum verður veisluborð og gestum boðið að drekka með nemendum.