VALMYND ×

Föstudagsfréttir 6. nóvember 2020

Vísindatími á yngsta stiginu
Vísindatími á yngsta stiginu
1 af 4

Nú er fyrsta vikan að baki með þeim hertu aðgerðum sem hófust 3. nóvember s.l. Skólastarfið gengur vel þrátt fyrir allt og fylgja nokkrar myndir hér með sem sýna brot af því sem fengist var við í  vikunni. 

Yngsta og miðstig fengu heimsókn frá Þórunni skólahjúkrunarfræðingi sem ræddi við 4. 5. og 6. bekkinn um kvíða og kenndi þeim að gera núvitundaræfingu og við 1.2. og 3. bekk ræddi hún um tilfinningar, hvernig við upplifum þær og hvað hefur áhrif á það hvernig okkur líður.

8. nóvember ár hvert er baráttudagur gegn einelti og ætlum við að vinna markvisst með samskipti í næstu viku og enda á þvi að gera sýnilegan vegg með okkar sáttmála. Á mið og unglingastigi hófst vinnan í dag með því að nýta verkfæri Uppbyggingarstefnunnar - uppeldi til ábyrgðar. Nemendur greind þá hvaða þörf er þeim mikilvægust en þarfirnar eru fimm; öryggi, en enginn er undanskilinn því að hafa þá þörf. Hinar fjórar eru mis ríkjandi hjá einstaklingum og eru þörfin fyrir að tilheyra, þörf fyrir áhrif, þörf fyrir frelsi og þörf fyrir gleði. Öllum þessum þörfum fylgja ótal góðir kostir. Við getum svo lent í því að fara út fyrir mörkin og uppfylla þörfina á neikvæðan hátt. Við munum halda vinnunni áfram því til að vita hvaða manneskjur við viljum vera þurfum við að geta skilgreint hvaða þarfir það eru sem drífa okkur áfram. Síðnan munum við nota fleiri verkfæri uppbyggingarstefnunnar í framhaldinu með það að markmiði að tryggja góðan skólabrag. 

Hugmyndir að útfærslu fyrir kaffihúsakvöldið voru ræddar og miðast þær við að ekki verði ennþá orðið leyfilegt að taka marga gesti í hús. Við stefnum á að halda dagsetningunni 24. nóvember en græja þetta með þeim hætti sem aðstæður bjóða upp á. Meira um það þegar nær dregur. 

Við förum ótrauð full af bjartsýni inn í næstu viku og vonum að allt verði léttara eftir hana. 

Bestu kveðjur og góða helgi

Sunna