VALMYND ×

Fram á veginn

Á fimmtudaginn í næstu viku er okkar árlega kaffihúsakvöld á dagskrá. Við stefnum ótrauð á það þó enn sem endranær séu sóttvarinir afar mikilvægar. Við erum með sprittbrúsana víða uppi við og grímur fyrir þá sem þurfa. 

Nemendur munu sýna gestum ýmislegt sem þeir hafa verið að læra og einnig selja veitingar á vægu verði. 

Þetta er tvöfaldur dagur hjá nemendum og því verða þau að störfum nánast samfellt frá 8:10 að morgni til 16:00 við undirbúning en geta svo skroppið aðeins heim þar til gestir eru væntanlegir í hús rétt fyrir 17:00

Dagskráin er fyrirhuguð frá kl 17:00 og þar til síðasti gestur hefur séð nóg og yfirgefur bygginguna.