VALMYND ×

Fréttir frá október.

Október mánuður var mjög viðburðaríkur hjá okkur í GÖ. 4. október fóru nemendur í 1. - 5. bekk með rútu til Súðavíkur til að taka þátt í Öðruvísi leikunum sem er íþróttahátið fyrir nemendur yngsta og miðstigs. 9. október lá leiðin svo aftru til Súðavíkur og voru nú allir nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar með í för. Í þetta sinn var tilefnið List fyrir alla en þemað þetta árið var Barnabókaflóðið. Nemendur kynntust aðferðum til að vinna með sína eigin ritun ásamt fleiru. 10. október fóru svo unglingarnir til Bolungarvíkur þar sem þeir dvöldu frá morgni til kvölds og tóku þátt í ýmsum greinum á hinni árlegu íþróttahátið og var svo endað á balli um kvöldið. 28. nóvember ferngum við svo Skáld í skólum í heimsókn. Það voru þau Linda Ólafsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson sem komu til okkar og unnu með nemendum skemmtilegt verkefni sem reyndi á hugmyndaflug og þor til að láta hugmyndirnar í ljós. Linda sagði krökkunum frá því hvað hún hefði alltaf haft gaman að því að teikna og þess vegna hefði hún ákveðið að láta á það reyna hvernig hún gæti unnið við það þegar hún yrði fullorðin sem hún nú gerir. Í lok mánaðarins héldum við svo upp á Hrekkjavöku með því að skreyta skólann, tekið var á móti nemendum í algjöru myrkri og fóru nemendur og starfsfólk svo í feluleik í myrkum skólanum.