VALMYND ×

Fyrsti þemadagur- dagur íslenskrar náttúru

Sjávarsalt í vinnslu
Sjávarsalt í vinnslu
1 af 4

Í dag var fyrsti þemadagurinn hjá okkur í Grunnskóla Önundarfjarðar, á degi íslenskrar náttúru. Þemað sem við erum að vinna með er Önundarfjörðurinn og náttúra hans. Vel gekk hjá öllum hópum og verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. Við nutum krafta sérfræðinga úr nærsamfélaginu, Maggi Eggerts fór á sjóinn með Sigga og hans hóp og María þaragúrú fór með Jónu og hennar hóp og komu þau heldur betur fróð úr þeirri ferð. Þriðji hópurinn vann salt úr sjó og breytti því í baðsölt undir leiðsögn Katrínar og Sunnu. Næstu tvo daga verða þessi verkefni endurtekin uns allir nemendur hafa kynnst þessu öllu samna. 

Á fimmtudaginn ætlum við svo að sýna afraksturinn og bjóða bæjarbúum að koma í heimsókn til okkar. Skólinn verður opinn þeim sem vilja kíkja við frá því að við hefjum starf kl 8:15 og þar til starfi lýkur kl 13:15. Eiginleg sýning og smakk á afurðum okkar verður frá klukkan 12 -13:15.