VALMYND ×

Gönguskíðadagur

Þessi mynd er tekin áður en haldið var heim, gleði og vellíðan eftir góða hreyfingu.
Þessi mynd er tekin áður en haldið var heim, gleði og vellíðan eftir góða hreyfingu.
1 af 12

Við gripum góðan dag í vikunni og fórum upp í Seljalandsdal á gönguskíði en við erum svo heppin að Íþróttafélagið Grettir hefur séð um að útvega gönguskíði sem við höfum til taks í skólanum. Núna eru til skíði og skór á alla nemendur skólans. Að fara á gönguskíði er svo frábær alhliða hreyfing. Stundurm þarf að erfiða við að komast áfram og stundum rennur maður áfram áreynslulaust en alltaf þarf að einbeita sér að jafnvæginu. Frábær dagur sem gaf okkur gleði, vellíðan, góða hreyfingu, seiglu æfingu og aukið sjálfstraust.Takk Grettir fyrir að gera þetta mögulegt, takk fyrir góðar móttökur starfsmenn gönguskíðasvæðisin í Seljalandsdal.