VALMYND ×

Jólakortadagur -opið hús föstudaginn 13. desember

Á morgun föstudag ætlum við í grunnskólanum að búa til jólakort og skrifa í þau jólakveðjur til skólafélaganna. Við bjóðum bæjarbúum að koma við hjá okkur með sín kort eða kortaefni og eiga notalega stund við jólakveðjuskrif. Við verðum líka með eitthvað af efniviði til að vinna úr og hugmyndir. Hægt er að líta við hjá okkur milli klukkan 8:15 og 12:00.