VALMYND ×

Kaffihús 14. nóvember

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir kaffihúsakvöld sem haldið verður fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl 17:00-19.00. Nemdendur munu sýna ýmislegt sem þeir hafa verið að fást við undanfarið og má þar nefna tónlistaratriði, stuttmynd sem unnin er uppúr smásögu eftir einn nemendanna og hvernig hægt er að vinna með tækni í skólastarfi. Allri bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir. Unglingarnir sjá um bakstur og selja veitingar í fjáröflunarskini vegna væntanlegs skólaferðalags. Verð fyrir fullorðinn 1500 krónur, grunnskólanemar utan GÖ 1.000 krónur og frítt fyrir þá sem ekki hafa náð grunnskólaaldri.