VALMYND ×

Kaffihús 18. nóvember

Við erum byrjuð að baka :)
Við erum byrjuð að baka :)

Heil og sæl

Nú er komið að því að við höfum okkar árlega Kaffihús í Grunnskóla Önundarfjarðar fimmtudaginn 18. nóvember kl. 17:00.

Hefð er fyrir því að hafa kaffihúsið í kringum Dag íslenskrar tungu sem er 16. nóvember og miða dagskrána við áherslur á íslenska tungu og hefur það til dæmis verið gert með flutningi ýmissa verka á sviði.

Í þetta sinn ákváðum við að huga líka að Degi mannréttinda barna sem er 20. nóvember og hvernig við gætum tengt kaffihúsið  þeim degi með einhverju móti þar sem kaffihúsið okkar er dagsett mitt á milli þessara tveggja daga. Dagskrá kaffihússins hefur verið útbúin með fjölbreyttum hætti og tæknin nýtt til hins ítrasta og hugað að námi við hæfi hvers einstaklings. Við eigum orðið fjölbreytt úrval til upplýsinga og tæknimenntar og má þess geta að ein grein barnasáttmálans kveður á um aðgengi að upplýsingum sem ekki er eins sjálfgefinn hlutur allsstaðar og hann er hjá okkur.

Nú biðjum við ykkur ekki um að skilja símana eftir heima heldur verða þeir nauðsynlegir við þátttöku í dagskránni.

Við erum meðvituð um sóttvarnaraðgerðir og verðum ekki fleiri en 50 í húsinu þó foreldrar, systkini, ömmur og afar og aðrir tengdir séu hjartanlega velkomnir. Gott aðgengi að spritti og grímum.

Við byrjum með því að fá okkur kaffi og með því kl. 17:00 og síðan taka gestir þátt í því sem nemendur og kennarar hafa að sýna.

Aðgangur er 1.500 krónur fyrir fullorðna.