VALMYND ×

Kaffihús 24, nóvember og fleiri fréttir

Stjörnuhiminn í mótun
Stjörnuhiminn í mótun
1 af 4

Heil og sæl

Við erum ákveðin í að halda okkar striki og hafa okkar árlega kaffihúsakvöld þó það séu öðruvísi tímar og við þurfum að fara aðrar leiðir en áður. Viðburðurinn verður þriðjudaginn 24. nóvember og hefst klukkan 17:00. 

Nemendur unglingastigs selja veitingar í anddyri frá kl. 17:00- 18:00 og geta gestir notið þeirra meðan þeir skoða verk nemenda í gluggum skólabyggingarinnar.  

Verkin tengjast ýmsu því sem nemendur hafa verið að fást við að undanförnu, Flateyrin okkar, Vestfjarðkjálkinn, Austurland, stjörnuhimininn og ljóð svo eitthvað sé nefnt. 

Annars er bara allt gott að frétta af okkur, það var léttir að taka niður grímurnar á miðstiginu í vikunni og fá að fara í íþróttahúsið. 

Við fáum Lísu Sigurðardóttur til liðs við okkur í næstu viku en hún er í námi í Íþrótta- og heilsufræði MT og ætlar að kenna sund hjá okkur fram að jólafríi. Fyrstu sundtímarnir verða á fimmtudaginn. 

Í næstu viku hefst líka íþróttastarf HSV og verða tímar fyrir 1.-7. bekk strax að loknum skóladegi eða kl 13:20 á þriðjudögum og fimmtudögum. Leiðbeinandi þar verður Hrefna Ásgeirsdóttir og  til að byrja með verður Heiðar Birnir Þorleifsson með henni. 

Meðfylgjandi myndir eru af umdirbúningi fyrir sýninguna sem verður á þriðjudaginn. 

Bestu kveðjur og góða helgi

Sunna