VALMYND ×

Kílómeter á dag kemur öllu í lag

Nemendur fyrir utan Gunnukaffi áður en haldið var til baka.
Nemendur fyrir utan Gunnukaffi áður en haldið var til baka.
1 af 7

Eitt af því sem eflir heilsu, seiglu og þrautseigju nemenda í Grunnskóla Önundarfjarðar eru daglegar gönguferðir í mötuneytið sem staðsett er í Gunnukaffi. Nemendur hafa mælt vegalengdina milli skóla og mötuneytis sem er um 500 metrar og því ljóst að nemendur ganga ekki styttra er einn kílómeter hvern skóladag. Vegna covid hafa komið tímabil sem við höfum ekki farið í mötuneytið heldur borðað í grunnskólanum en nú er vonandi síðasta slíku tímabili lokið.  Á meðfylgjandi myndum má sjá ánægjuna skína úr hverju andliti í gönguferðum dagsins enda allir vel búnir og yfir hverju ætti þá að kvarta? Yngri nemendurnir fóru meira að segja í tvær gönguferðir í dag þar sem það var samvinnudagur leik og grunnskóla og þótti betra að fylgja leiksólastjórnanum og hennar nemendum í öruggt skjól að samvinnu lokinni.