VALMYND ×

Leik- og grunnskólinn fær gönguskíði að gjöf

Okkur hafa verið gefin gönguskíði! Gullrillurnar hafa gefið skólunum okkar fjögur pör af gönguskíðum sem nýst geta elstu nemendum leikskólans og 1.-2. bekk grunnskólans.

Nú biðjum við bara um aðeins meiri snjó svo við getum prófað skíðin okkar.

Myndin hér til hliðar er ekki af gönguskíðunum heldur svaðilför skólastýrunnar eitt kvöld í Laugardalnum á gönguskíðum fyrir nokkrum árum síðan. Hún er meira til skemmtunar...