VALMYND ×

Morgundagurinn, mánudagur 13. janúar 2020

Heil og sæl

Á morgun mánudag er mánaðarlegur starfsmannafundur í leikskólanum og opnar hann því kl 10:00. 

Gul viðvörun vegna veðurs verður ennþá í gildi í fyrramálið og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með veðurspá og fréttum af veðri og meta hvort aðstæður bjóða upp á að koma barni í leik eða grunnskóla. Færð innanbæjar gæti einnig valdið röskun á starfi skólanna. Ef foreldrar taka ákvörðun um að hafa börn sín heima þá skulu þeir tilkynna viðkomandi skóla um það og er litið á sklíkt sem eðlileg forföll. Skóla verður ekki aflýst nema tilmæli komi frá Almannavörnum eða lögreglu og ef til þess kemur verður skilaboðum komið við fyrsta tækifæri.