VALMYND ×

Námskeiðsdagur á leik og grunnskóla

Föstudaginn 6. september er starfsdagur/námskeiðsdagur hjá starfsmönnum leik og grunnskólans. Starfsmenn leikskóla fara á Ísafjörð og fá fræðslu frá Helgu Harðardóttur kennsluráðgjafa um notkun á sjálfsmatskerfinu ,,Hversu góður er leikskólinn okkar". Með þessari aðferð gerir starfsfólk leikskólana sér betur grein fyrir að matið sé hluti af aðferðum til að bæta skólastarfið fyrir börnin og foreldra þeirra. Fjölbreyttar aðferðir eru notaðar í samskiptum við börnin, samstarfsfólk og foreldra. Einnig verður Helena Jónsdóttir sálfræðingur á Ísafirði með fyrirlestur um vellíðan á vinnustað, álag og streitu og viðbrögð við henni. 

Starfsmenn grunnskólans fara á kennaraþing KSV sem haldið er í Birkimel á Barðaströnd. Þar verður Oddný Sturludóttir með fyrirlestur um lærdómssamfélag, skólamenningu og nemendastýrð foreldraviðtöl. Hún beinir sjónum að þeim kröftum í skólamenningunni sem eru nauðsynlegir til að efla sjálfstæði nemenda, lyfta upp hugsun þeirra og gera hana sýnilega. Hún kynnir einnig til sögunnar ákveðna rútínu til að vekja upp samtal og rökræður í skólastofunni. Lögreglan á Vestfjörðum mætir svo með fyrirlesturinn Fíkniefni og forvarnir- Hvað getum við gert.