VALMYND ×

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Öll tilbúin til að hlaupa af stað
Öll tilbúin til að hlaupa af stað
1 af 3

Á miðvikudaginn tókum við þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og stóðum okkur öll með stakri príði, bæði nemendur og starfsfólk. Það er bara árangur nemenda sem má skrá til þátttöku og lögðu þau samanlagt 35 kílómetra að baki. Að hlaupi loknu fengu allir bleikan drykk hlaðinn orku úr ávöxtum og einnig vorum við svo heppin að yngra stigið var búið að vinna sér inn poppveislu og bauð öllum að vera með.