VALMYND ×

Pals-námskeið

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 1.-9. bekk verið á Palsnámskeiði. Pals stendur fyrir Pör að læra saman og felst í  lesa krakkarnir fyrir hvort annað og leiðrétta ef þarf. Jafnframt endursegja þau það sem lesið er. 

Krakkarnir hafa staðið sig með mikilli prýði og sumir aukið hæfni sína í lestri til muna eftir að hafa verið á námskeiðið. 

Myndir af krökkunum er að finna í myndaalbúminu

Á mánudaginn verður síðan heilmikið Pals-partý þar sem krakkarnir hafa ákveðið að slá upp kökuhlaðborði og jafnvel velja frumlegustu kökuna!