VALMYND ×

Samræmd próf í íslensku og stærðfræði

Samræmd próf fara fram núna í september. Prófin eru í fyrsta sinn rafræn og höfum við aðeins prófað að taka þau þannig sem æfingapróf. Nemendur hafa jafnframt fengið prófið síðan í fyrra til þess að æfa sig.

 

Prófið hefst klukkan 09:00 en nemendur mæta eins og venjulega í skólann kl. 8:00 og eru búnir samkvæmt stundaskrá þessara daga.

7. bekkur

  • Íslenska – fimmtudaginn 22. september.
  • Stærðfræði – föstudaginn 23. september.

4. bekkur

  • Íslenska – fimmtudaginn 29. september.
  • Stærðfræði – föstudaginn 30. september.

 

Nánari upplýsingar um prófin er að finna hér. https://www.mms.is/rafraen-prof