VALMYND ×

Samstarf grunnskóla og framhaldsskóla á norðanverðum Vestfjörðum

Miðvikudaginn 9. mars hittust skólastjórnendur grunnskóla á norðanverðum Vesfjörðum og Menntaskólans á Ísafirði á fundi. Umræðuefnið var efling samstarfs milli skólastiganna tveggja. Mikill hugur er í skólastjórnendum um að auka samstarf milli skólastiganna, bæði hvað varðar starfsfólk og nemendur. Næsti fundur skólastjórnenda verður haldinn í Grunnskólanum í Bolungarvík í byrjun maí og þar verða línurnar fyrir formlegra frekara samstarfi betur lagðar.