VALMYND ×

Skipulag næstu tveggja til þriggja vikna a.m.k.


Í dag höfum við haft starfsdag sem átti annars að vera á föstudaginn.
Við höfum meðal annars skipulagt skólastarfið miðað við reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 3.- 17. nóvember 2020.
Skólinn okkar er fámennur og telst því sem eitt sóttvarnarhólf og geta kennarar því sinnt öllum bekkjum eins og þarf.
Íþróttir og sund falla niður en við höfum sett útivist á stundaskrá í staðinn.
Nemendur unglingastigs geta ekki sótt tíma á Ísafirði, hvorki valfög né skóladag á þriðjudegi og hefur stundaskránni verið breytt til að koma til móts við þá kennslu. Skóladagurinn skerðist þó eitthvað við þetta.
Skóladegi hjá mið og unglingastigi lýkur kl. 13:55 á mánudögum og miðvikudögum, á þriðjudögum og fimmtudögum lýkur honum kl 13:15 og kl. 12:00 á föstudögum.
Skóladagur hjá yngsta stigi helst óskertur.
Í 5. - 10. bekk er grímuskylda ef ekki er hægt að fylgja eftir 2 metra fjarlægðarmörkum. Við höfum gott rými og nemendur þurfa því ekki að bera grímur í kennslustundum allan daginn en geta þurft þess við sérstök verkefni og að sjálfsögðu ef þau velja það. Kennarar bera grímur við kennslu þessara hópa. Skólinn útvegar grímur eftir þörfum en þeir sem eiga fjölnota grímur mega gjarnan taka þær með.
Í 1. - 4. bekk á grímuskylda ekki við.
Matur verður sóttur í Gunnukaffi og snæddur í skólahúsinu.
Spritt og gímur er staðsett í anddyri. Farið verður yfir rétta notkun á grímum með mið og unglingastigi í fyrramálið og minnt á mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin sóttvarnir.
Foreldraviðtöl verða tekin eins og til stóð í samráði við umsjónarkennara.

Vonandi á þetta allt eftir að ganga sem best hjá okkur og þessar takmarkanir að skila árangri.

Góðar kveðjur

Sunna