Skólafréttir
Gleðilegt nýár kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk.
Á nýju ári hefur stundatafla grunnskólans breyst örlítið og geta foreldrar séð breytingu hjá sínu barni inni á Mentor. Stærsta breytingin er sú að heimilisfræði verður ekki kennd á vorönninni heldur breytast þeir tímar í valgreinar/áhugasvið og færast af miðvikudögum yfir á þriðjudaga.
Nú um áramótin hóf Sæbjörg Freyja Gísladóttir störf við skólann en hún mun kenna íslensku, íþróttir og dönsku, ásamt því að vera með val og útivisti á yngsta stigi. Við bjóðum Sæbjörgu hjartanlega velkomna, en Sæbjörg hefur frá því í haust kennt dönsku.
Una Lára verður áfram í veikindaleyfi og heldur því María áfram sem skólaliði.
Í leikskólanum mun hún Grazyna hafa fasta viðveru alla daga á milli kl. 10 og 13 en í janúar byrja þrír nýir nemendur í leikskólanum. Verða þá börnin orðin 13 auk 3ja nemenda sem koma í dægradvöl eftir hádegi.