VALMYND ×

Skólahald fer í gang að nýju í fyrramálið

Á morgun föstudag verður leikskólinn opnaður klukkan 8:00 og starf í eðlilegu horfi. Elstu leikskólabörnin mæta beint í leikskólann í stað þess að byrja daginn í grunnskóla eins og venjulega á föstudögum. 

Skóladagurinn í grunnskólanum hefst klukkan 9:00 og mun skipulag dagsins taka mið af atburðum síðustu daga. Með okkur verða Guðrún og Ingibjörg sérfræðingar úr áfallateymi, Kolbrún Fjóla íþróttakennari og Fjölnir prestur.  

Skóladegi grunnskólans lýkur eins og vanalega með því að farið er í hádegismat kl 12:00.