VALMYND ×

Skólahald mánudaginn 20. janúar

Á morgun mánudag stefnum við á hefðbundið skólahald í leik og grunnskóla. Vegna óvissu með starfsmannafjölda í grunnskólanum á morgun verðum við samt að fá skólahópinn af leikskólanum til að mæta beint í leikskólann þennan dag en vonandi fer fasta rútínan að komast á aftur. 

Ef Hvilftarströndin verður örugg fyrir umferð munum við koma þeim unglingum sem eiga að fara í val á Ísafirði yfir en það verður þeirra fyrsti valtími eftir áramótin þar sem tíðin hefur verið erfið. Ef ekki verður hægt að fara á Ísafjörg lýkur þeirra skóladegi að loknum hádegisverði.