Skólasetning
Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn.
Þá er komið að því sem þið hafið beðið eftir í allt sumar.....
Skólasetning Grunnskóla Önundarfjarðar fer fram í sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst 2024 kl 10:00.
Að lokinni setningarathöfn verður starf vetrarins kynnt. Fyrirkomulagið verður þannig að Siggi og Sigga Anna byrja á því að ræða við nemendur og foreldra á eldra stiginu og á meðan fær yngra stigið og foreldrar þeirra að gæða sér á smá góðgæti og síðan verður skipt.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst og opnar dægradvöl sama dag að skóladegi loknum.
Við förum full tilhlökkunar inn í nýtt skólaár.
Starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar.