VALMYND ×

Skólasetning Grunnskóla Önundarfjarðar

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn.

Skólasetning Grunnskóla Önundarfjarðar fer fram í sal skólans mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 10:00.

Við ætlum að hafa þetta með nokkuð hefðbundnu sniði en þó með aðeins breyttu fyrirkomulagi.

Starf vetrarins verður kynnt og síðan ætlum við að eiga samræður nemenda, foreldra og starfsfólks um starfið og þau tækifæri sem felast í skólastarfinu.

Skráningar í mötuneyti og dægradvöl fer fram á staðnum.

Kennsla hefst þriðjudaginn 24. ágúst kl. 8:10 og opnar dægradvöl sama dag að skóladegi loknum.

Við förum full tilhlökkunar inn í nýtt skólaár. 

Starfsfólk Grunnskóla Önundarfjarðar