VALMYND ×

Skólaslit Grunnskóla Önundarfjarðar og útskrift af leikskóla 4. júní 2021

Heil og sæl

Á morgun föstudaginn 4. júní er mikill hátíðardagur í önfirsku skólastarfi. Þá fara fram við hátíðlegar athafnir útskrftir af báðum skólastigum, leik og grunnskóla. 

Klukkan 15:00 opnum við Leikskólann Grænagarð fyrir nánustu ættingja barnanna og bjóðum til útskriftar þeirra nemenda sem í haust hefja sína grunnskólagöngu. Verk nemenda verða til sýnis á veggjum og boðið upp á kaffiveitingar. 

Klukkan 17:00 fara skólaslit Grunnskóla Önundarfjarðar fram í sal skólans. Nemendur sýna dans og syngja fyrir gesti. Auk þess er hægt að berja ýmis samvinnuverkefni augum. Tveir nemendur verða útskrifaðir. Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir. 

Gætum eigin sóttvarna. 

Bestu kveðjur

Sunna