VALMYND ×

Skólastarf fyrstu tvo mánuði ársins 2024

100 algengustu orðin nýtum við í lestrinum til að þjálfa sjónrænan orðaforða og nefnuhraða.
100 algengustu orðin nýtum við í lestrinum til að þjálfa sjónrænan orðaforða og nefnuhraða.
1 af 10

Heil og sæl

Nú erum við komin til starfa endurnærð eftir gott vetrarfrí. Það er margt sem við erum búin að áorka á fyrstu vikum ársins 2024. Við höfum haldið vel á spöðunum í lestrarnáminu og náðum því markmiði skólans að allir nemendur myndu bæta sinn eigin árangur og enn höldum við ótrauð áfram. Í umbótaáætlun okkar er eitt markmiðanna að bæta árangur hvers og eins nemanda í lestri. Foreldraviðtöl fóru fram í upphafi febrúar. Við steingleymdum að árið 2023 hafi verið rímspyllisár og þjófstörtuðum Þorra því 19. janúar. Á Öskudaginn eru hefðirnar hjá okkur að búa til Öskupoka í byrjun dags og taka þá svo með út í bæ þegar við förum og syngjum fyrir þau sem hafa ákveðið að taka á móti okkur með góðgæti. Við erum svo heppin að skautasvellið er alveg við skólann svo við getum nýtt það í námi og frímínútum. Íþróttafélagið Grettir hefur einnig aukið við gönguskíða eignina og núna höfum við skíði og skó fyrir alla nemendur en áður vorum við með fyrir yngri nemendurna. Veturinn hefur verið okkur hliðhollur hvað varðar snjó og frost svo það er líka búið að gera snjóhús og ýmis snjólistaverk. Við hugsum líka um smáfuglana sem eiga erfiðara með að finna sér æti þegar allt er frosi. Útbúnar voru  fóðurstöðvar fyrir þá og fóru sumir með stöð heim til að fylgjast með þegar fuglarnir kæmu en aðrar  vour hengdar upp nærri skólanum. Myndir segja meira en mörg orð og verður skólastarf fyrstu mánaða ársins hér rifjað upp með myndium og skýringum við þær.