VALMYND ×

Skólastarfið komið á fullt skrið

Flaggað fyrir 121. skólasetningu Grunnskóla Önundarfjarðar.
Flaggað fyrir 121. skólasetningu Grunnskóla Önundarfjarðar.
1 af 7

Nú er skólahald komið á fullt skrið hjá okkur og margt skemmtilegt framundan. 

Skóli var settur mánudaginn 21. ágúst og í framhaldinu voru haldnir fundir með nemendum og foreldrum. 

Talsverður stöðugleiki er í starfsmannahópnum og eru Sunna og Jóna að hefja sitt sjötta ár við skólann, Agata, Mekkín og Viktor sem öll eru í hlutastarfi eru að hefja sitt annað starfsár og Sigríður Anna bættist í hópinn nú í ágúst en hún hefur stýrt leikskólanum Grænagarði undanfarin tvö ár. 

Fyrri vikan einkenndist af útikennslu og lék einstaklega gott veður þar stórt hlutverk. Hinn árlegi göngudagur var í þeirri viku og var hann nýttur í berjamó í skógræktinni. Á heimleiðinni fóru margir í fjöruna og sáu þar margt merkilegt. Umhverfi skólans var rannsakað vel og eru þar ýmis smádýr sem áhugavert var að skoða og fræðast um. 

Íþróttir eru kenndar úti enn sem komið er en hefð er fyrir því að vera með útiíþróttir út september. Sundkennslan er einnig hafin. 

Einn nemandi er á unglingastigi og sækir hann tíma í valgreinum einu sinni í viku á Ísafjörð. 

Steinunn Ása kom til okkar fyrir hönd Vestfjarðastofu og kynnti fyrir okkur Barnamenningarhátíð Vestfjarða. Kosnign fór fram um nafn á hátíðina og urðu niðurstöður þær að nafnið Púkinn varð fyrir valinu. 

Tveir nemendur fóru ásamt starfsmanni í skólabúðir UMFÍ á Reykjum í Hrútafirði og skiluðu sér alsælir heim í gærkvöld eftir frábæra daga þar, búnir að kynnast fjölda jafnaldra af Vestfjörðum. Einn nemandi fer svo í fermingarbúðir í Vatnaskógi í næstu viku. 

Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að fljótlega verið boðið upp á starf í félagsmiðstöðinni fyrir unglinga á ný. Í fyrra sendu nemendur á miðstigi póst til Sviðsstjóra skólasviðs með fyrirspurn um möguleikann á að þau fái að komast í félagsmiðstöð og verður gaman að sjá hvernig hægt verður að útfæra starfið þegar það hefst. 

Nokkrar myndir úr skólastafinu birtast hér með og segja meira en mörg orð.