VALMYND ×

Starfsmannamál á komandi hausti

Heil og sæl

Hér koma upplýsingar um starfsmannamál á komandi hausti. Á hverju vori eru auglýstar þær stöður sem leiðbeinendur hafa sinnt í stað kennara. Að þessu sinni bárust nokkuð margar umsóknir. Í Grunnskólanum munu Jóna Lára og Sigurður Hafberg kenna áfram en í kennarahópinn bætist Erla Sigrún Einarsdóttir. Þau eru öll með leyfisbréf. Í leikskólanum bætist Lisa Haye við hópinn í byrjun ágúst og verða Hanna Maggý, Joanna, Katarzyna, Sólveig María og Grazyna þar áfram starfandi. Júlía Ósk kemur svo aftur til starfa á leikskólanum í nóvember. Við horfum bjartsýn til haustsins og kveðjum þá starsmenn sem láta af störfum með þökkum um leið og við bjóðum nýja starfsmenn velkomna.