VALMYND ×

Sýning á afrakstri af List fyrir alla

Veður, fegurð og fjölbreytileiki

Nemendur í grunnskólunum á norðanverðum Vestfjörðum tóku þátt í listasmiðjum á vegum List fyrir alla í vikunni og sýna afraksturinn í Edinborg á Ísafirði núna á föstudaginn 29. október milli kl. 15 og 18. 


Í fánasmiðjunni unnu nemendur eldra stigs og miðstigs með líffjölbreytileikann á norðurslóðum og heiðruðu náttúruna með litríkum óskafánum. Í veðursmiðjunni unnu nemendur með veðrið. Smíðuðu vindörvar og sköpuðu veðurkerfi, skoðuðu veðurkort og lásu úr þeim.  


Allir eru velkomnir og foreldrar og aðstandendur eru hvattir til að heimsækja sýninguna til að fagna sköpunargleði barnanna.


Verkefnið er styrkt af List fyrir alla. 


Kennarar eru: Alda Cartwright og Kristín Bogadóttir


Þátttakendur eru:  

Miðstig Grunnskóla Bolungarvíkur

Grunnskóli Önundarfjarðar

Grunnskólinn á Suðureyri

Grunnskólinn á Þingeyri

Grunnskólinn í Súðavík

8.-9. Bekkur grunnskólans á Ísafirði