VALMYND ×

Þemadagar í næstu viku

Í næstu viku verða fjórir þemadagar hjá okkur í grunnskólanum, frá 16. - 19. september. Þessa daga ætlum við að nýta þau landsins gæði sem Önundarfjörður hefur upp á að bjóða. Meðal þess sem við ætlum að gera er að draga fisk úr sjó, elda úti úr því sem vex í kringum okkur og gera tilraunir með vinnslu sjávarsalts og afurða úr því. Alla þessa daga lýkur skóladegi hér klukkan 13:15 en valtímar á unglingastigi sem eru á Ísafirði halda sér.