VALMYND ×

Upplýsingar eftir fyrsta skóladag með hertum aðgerðum

Heil og sæl

Það gekk allt ljómandi vel hjá okkur í dag. Skólinn okkar er eitt sóttvarnarrými sem þýðir að ef það væru eingöngu yngri nemendur í rýminu mættu vera 50 manns en þar sem við erum með eldri nemendur líka miðast fjöldinn við 25 nemendur. Sóttvarnarrými þarf að hafa sérinngang og sér salernisaðstöðu. 

Til að gera enn betur höfum við ákveðið að fækka smitflötum sem allir koma nálægt og skipta salernunum í yngsta stig og mið-og elstastig. Einnig höfum við látið yngsta stigið borða á neðri hæðinni, miðstig við matarborð á efri hæð og unglingastig í sinni stofu. 

Grímunotkun var mikil fyrsta daginn hjá öllum aldurshópum en þar sem rýmið er mjög gott hjá okkur og auðvelt að eiga sinn tveggja metra radíus er hægt að hvíla sig á grímunum og nota þær bara þegar nálægð er meiri. Í byrjun dags var farið vandlega yfir notkun á grímum og hreinlæti í kringum þær. Starfsmenn bera grímur öllum stundum sem þeir eru með nemendum. 

Eins og aðrir fengu yngstu nemendurnir leiðbeiningar um notkun á grímu í morgun. Þau eru þó undanskildir reglum um grímunotkun og er það ekki alveg að ástæðulausu. Þau eiga erfiðara með að láta grímuna vera í friði á andlitinu og endar hún þá gjarnan í höndunum á þeim, rök af andardrætti þeirra og er þá smithættan jafnvel orðin meiri en án grímunnar. 

Embætti landlæknis er að uppfæra leiðbeiningar um hlífðargrímur en þar m.a. að finna þetta: 

  • Þeir sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota grímur rétt þurfa ekki að nota grímu (ung börn, þroskahömlun) - röng notkun á grímum getur jafnvel verið verra en að vera án grímu. 

Þetta er eingöngu til að árétta ástæðurnar fyrir því að fallið var frá því að skylda yngstu börnin til að nota grímur. Þau börn sem koma með grímur fá að nota þær og fá leiðbeiningar þar um. 

En eins og áður sagði gekk allt ljómandi vel og við ætlum að klára þetta verkefni með sóma. 

Bestu kveðjur

Sunna