VALMYND ×

Veður vont

Það blæs hressilega hjá okkur á Flateyri eins og er. Björgunarsveitin var svo góð að koma mat til leik- og grunnskólans í dag.  Nemendur eru í góðum höndum í skólanum og fer enginn heim nema í fylgd foreldra. Yngri hópurinn er búin kl. 13:15 og eldri hópurinn er búin kl. 14 í dag. Dægradvalarbörnin verða í skólanum þar til þau verða sótt eða veðrið batni svo þau geti farið yfir á Grænagarð. 

Við biðjum alla um að fara varlega en vonandi gengur veðrið niður seinni partinn.